24. ágúst 2022

Sólþurrkaðir tómatar

Ótrúlegt en satt, þá er oft settur sykur í verksmiðjuframleidda sólþurrkaða tómata. Íslandsvinurinn Jamie Oliver gerir það þó ekki og bjargar þar með deginum hjá mér. Mér finnst sólþurrkaðir tómatar góðir til að gera bragðflóru ýmissa rétta flóknari og dýpri án þess að breyta lit matarins. Það er engin ástæða til að spara krúsina lengi því þeir geymast ekki von úr viti. Því finnst mér sniðugt að nota þá í heita rétti, ferskt salat, í brauðbakstur, í hummus og auðvitað í pastarétti.