Hér eru tenglar á fræðslu sem styður við lífstíl þar sem sneitt er hjá viðbættum sykur. Lögð verður áhersla á umfjöllun fagfólks og fræðilegar heimildir.
SugarScience
Vefsetrið SugarScience miðlar vísindalegri umfjöllun um sykur. Þar eru teknar saman upplýsingar um gagnreyndar rannsóknarniðurstöður sem birtar hafa verið í vísindatímaritum. Sérstakri athygli er beint að sykursýki, hjartasjúkdómum og lifrarsjúkdómum. Vefurinn er á vegum Kaliforníuháskóla í San Francisco.
Hjartalíf
Hér fjallar læknirinn Jens Kristján Guðmundsson um myndun sykursýki 2 og áhættuþætti í lífsstíl. Hann bendir meðal annars á skaðleg áhrif viðbætts sykurs og útskýrir að form sykurs í mataræði skipti ekki síður máli en magnið sem neytt er. Einnig eru í greininni ráðleggingar um fyrstu skrefin í heilsubætandi lífsstíl.