Verksmiðjuframleiddar kartöfluflögur innihalda yfirleitt viðbættan sykur. Ef þær eru eingöngu með salti er oftast hægt að finna slíkar án viðbætts sykur í flestum verslunum. Ég borða saltaðar flögur til dæmis frá Lays, Maruud og Kims. Kartöfluflögur ætti ekki að borða oft og ekki mikið af þeim. Vandamálið sem ég glími við er hversu mikið er nógu lítið. Til að átta sig á magni getur verið sniðugt að prófa að útbúa þær sjálfur frá grunni í örbylgjuofninum. Þá opnast líka ótakmarkaðir möguleikar á að bragðbæta kartöflurnar með því sem hugurinn girnist án þess að bæta við sykri. Mér finnst örbylgjusteiktar kartöfluflögur mjög góðar. Efst í færslunni er myndir af flögunum mínum.
Kokkurinn John hefur fullkomnað þessa matargerð í örbylgjuofni. Hér er myndband þar sem hann kennir handbrögðin.