1 bolli brúnar linsur
1 bolli basmati hrísgrjón
3 hvítlauksrif
Engifer, lítill biti (eða ½ tsk malað engifer)
1 rauðlaukur (eða gulur laukur)
1 tómatur
2 msk ólívuolía
¼ tsk salt
½ tsk malað cumin
½ tsk malað chili eða cayenne pipar
1 ½ tsk paprikukrydd
1 tsk malað kóriander
2 bollar grænmetissoð (einn teningur og sjóðandi vatn)
Sítrónubátar
Steinselja, fersk
Aðferð:
- Skola linsurnar og setja svo í skál með 3 bollum af köldu vatni. Látið standa á meðan annað er undirbúið.
- Skola hrísgrjónin nokkrum sinnum, hella af þeim og geyma.
- Sjóða vatn í grænmetissoðið og leysa soðteninginn upp í 1 ½ bolla af vatninu.
- Saxa hvítlaukinn og ferska engiferið smátt. Skera lauk í smáa bita. Taka frækjarnann úr tómatnum og skera síðan í smáa bita.
- Hita rúmgóða pönnu á miðlungs hita. Setja linsurnar í sigti á meðan svo renni vel af þeim.
- Setja ólívuolíunna á heita pönnuna og síðan rauðlaukinn. Steikja í 4-5 mínútur og hræra í af og til.
- Setja hvítlauk og engifer á pönnuna, hræra í og steikið í 1-2 mínútur.
- Setja linsurnar á pönnuna. Hræra í og steikja í 1 mínútu.
- Setja hrísgrjónin á pönnuna og öll kryddin (salt, cumin, chili eða cayenne, paprika, kóriander og pipar.
- Setja tómatinn á pönnuna og hræra saman við. Steikja í 1 mínútu.
- Hella grænmetissoðinu á pönnuna og hræra vel.
- Hækka hitann uns vatnið sýður aftur. Setja lok á pönnuna, lækka hitann í þriðjung og láta malla í 5 mínútur. Hafa lokað fyrir loftventil á lokinu ef það er hægt. Lækka hitann í það lægsta sem hægt er og láta seyða í 25-30 mínútur. Tilbúið!
- Skreyta með ferskri, saxaðri steinselju og bera fram með sítrónubátum svo hver geti bragðbætt sitrónusafa að eigin smekk.
Ábendingar:
Ekki opna pottinn á meðan rétturinn sýður því þá missir rétturinn raka. Ef notað er spanhelluborð er gott að stilla á „Halda heitu“ eða á orkustig 1 á meðan rétturinn sýður í þennan hálftíma. Ef rétturinn þykir enn of harður undir tönn þegar suðu lýkur má hræra 2 msk af vatni saman við, setja lokið aftur á og láta malla í 5 mínútur til viðbótar.
Ég sleppi steinseljunni og sítrónunni og það kemur ekki að sök. Rétturinn er samt góður. Ágætt er að hafa með einhvers konar kalda sósu ef hún er við hendina en þess þarf ekki því rétturinn á ekki að vera þurr. Það fer líka svolítið eftir því hvort eitthvað annað er borðað með.
Linsur og hrísgrjón saman drýgja máltíðina og eru því prýðilegt meðlæti ef nýta á lítinn afgang af annarri máltíð. Linsur af sérstaklega hollar því þær eru trefjaríkar og þar með seðjandi.