27. júlí 2022

Túnfisksalat


Það er hentugt að eiga túnfisksalat í ísskápnum til að nota í nesti, í máltíð heima eða bjóða gestum upp á með kaffinu. Það er líka auðvelt að búa það til. Eina matreiðslan sem maður þarf að ráða við er að sjóða egg.

Uppskrift:

1 dós túnfiskur

2 harðsoðin egg

2 msk majones

1/4 tsk sinnep

Krydd: paprika, laukduft, chilliduft, steinselja.

Aðferð:

Hella mesta vökvanum af túnfiskinum. Brytja eggin (með eggjaskera eða stappa með gaffli). Bæta túnfiskinum saman við, losa í sundur og blanda við eggin. Hræra öðrum innihaldsefnum saman við.

-----

Kryddum má svo breyta eftir eigin smekk. Til dæmis má gjörbreyta salatinu með karrýi og bæta við smátt brytjaðri papriku. Eða nota ítölsk krydd og bæta við söxuðum ólívum.