18. september 2022

Egg og grænmeti

Það er einfalt og þægilegt að fá sér eggjahræru með grænmeti. Hér reif ég grænmeti (rauðkál, papriku, agúrku) á mandolínjárni. Það losnar svo mikið um safann að skera grænmetið þunnt og því fannst mér ekki þurfa neitt út á það. Það er líka fallegt að blanda svona litríku, þunnskornu grænmeti saman í ferskt salat með öðrum mat. Mér finnst auðveldara að borða mikið af fersku grænmeti sem er þunnt skorið en þegar það er í bitum eða þykkari sneiðum.

Með grænmetinu hrærði ég 2 egg með 2 msk af rjóma á pönnu. Ég nota smjör á pönnuna þegar ég hræri egg og salta eggin og krydda rétt í lokin.

Svona máltíð hentar á hvaða tíma dags sem er og sem nesti.